fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Telja að blanda ísbjarna og brúnbjarna muni ryðja sér til rúms

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 16:30

Vitað er að grábirnir og ísbirnir hafa eignast afkvæmi. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísbirnir, sem eru stærsta rándýrið á landi, eru í hættu vegna loftslagsbreytinganna. Samhliða hækkandi hita færa brúnbirnir sig lengra norður á bóginn og þar með nær yfirráðasvæðum ísbjarna. Fregnir hafa borist frá Rússlandi um að ísbirnir og brúnbirnir séu nú farnir að sjást á sömu svæðunum.

Árið 2006 var björn skotinn á kanadíska heimskautasvæðinu. Hann leit ekki út eins og aðrir birnir og því var gerð DNA-rannsókn á honum. Hún leiddi í ljós að hann var afkvæmi ísbjarnar og grábjarnar.

Þetta afkvæmi tegundanna tveggja fékk nafnið „brolar bear“. Fleiri blendingar af þessu tagi hafa síðan sést í Norður-Ameríku.

Nú segja rússneskir vísindamenn að það sama sé að gerast í Síberíu. Bjarnategundir séu að blandast.

Innokentiy Okhlopkov sagði í samtali við Tass að brúnbirnir séu nú farnir að færa sig inn á túndruna. Þeir hafi sést við neðri hluta Kolyma-árinnar en þar halda ísbirnir sig. Hún sagði líklegt að í framtíðinni muni blendingar þessara tveggja tegunda finnast á þessu svæði.

Fyrir um 500.000 árum þróuðust ísbirnir út frá brúnbjörnum. Pörun dýra úr þessum tveimur tegundum getur leitt til þess að afkvæmi verði til.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Torfinn Ørmen, dýrafræðingi, að ísbirnir og brúnbirnir séu líkari en margir halda. Ísbirnir séu nefnilega afkomendur brúnbjarna og hafi upphaflega komið frá eyjum nærri Alaska.

Hann sagði hugsanlegt að ísbirnir muni „hverfa“ af sjónarsviðinu og renna saman við brúnbjarnarstofninn. En erfðaefni þeirra hverfur ekki að hans sögn. Ísbirnir geti því komið fram á sjónarsviðið aftur í framtíðinni ef loftslagið kólnar. Þeir verði þó ekki eins og ísbirnir nútímans því þeir muni einnig bera erfðaefni brúnbjarna í sér.

Ísbirnir lifa nær eingöngu á selspiki og kjöti en mataræði brúnbjarna er mun fjölbreyttara. Þeir éta eiginlega allt sem þeir koma tönnunum í. Það eru því meiri líkur á að þeir geti tekist á við loftslagsbreytingarnar en ísbirnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu