fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Var hálfnakin og reykjandi að dæma í dómsmáli – Gagnrýnd fyrir að birta of djarfar myndir

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 25. nóvember 2022 12:02

Myndir: Instagram/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vivian Polonia, dómari í Kólumbíu, var í gær send í þriggja mánaða leyfi fyrir að vera hálfnakin og reykjandi á meðan hún dæmdi í máli sem tekið var fyrir á Zoom í síðustu viku. Um nokkuð alvarlegt dómsmál var að ræða en það snérist um bílasprengjur sem beint var að hersveit í borginni Cúcuta í júní árið 2021.

Polonia var með slökkt á myndavélinni í um klukkutíma á meðan málið var tekið fyrir en síðan kveikti hún á henni. Þá sást hún liggja í rúminu sínu á nærbuxunum að reykja sígarettu. Þegar lögmaður á Zoom-fundinum sagði Polonia að hún væri með kveikt á myndavélinni var hún fljót að slökkva á henni.

Skjáskot af Zoom-fundinum

Myndband af þessu öllu saman fór í mikla dreifingu og var fjallað um málið í fjölmiðlum í Kólumbíu. Í kjölfarið var aganefnd falið að rannsaka málið, nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Polonia væri ekki hæf til að sinna starfi sínu því hún bar ekki virðingu fyrir þeim sem voru á fundinum. Var hún því send í leyfi fram yfir næstkomandi febrúar.

Polonia hefur opnað sig um málið en hún heldur því fram að hún hafi lagst í rúmið því hún var með lágan blóðþrýsting og að fá kvíðakast. Þá segist hún vera útkeyrð og að þess vegna sé geðheilsan hennar ekki góð.

Einnig segist Polonia vera lögð í einelti af öðrum dómurum vegna þess hvernig hún klæðir sig. Hún hefur einmitt áður sætt rannsóknum vegna mynda sem hún birtir á samfélagsmiðlum sínum. Á Instagram-síðu dómarans er að finna fjölmargar myndir af henni fáklæddri en aðrir dómarar hafa ekki tekið vel í að hún deili slíkum myndum á Instagram.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by vivianpolaniaf3 (@vivianpolaniaf3)

Polonia einnig fengið að heyra það fyrir að mæta í stuttbuxum og stuttermabolum í vinnuna, hún sagðist ekki geta verið í buxum vegna hitans. Hún segir að um þetta leyti hafi hún uppgötvað CrossFit og í kjölfarið komist í betra form. Við það ákvað hún að mæta í síðum kjólum í vinnuna frekar en stuttbuxum en þá var hún einnig gagnrýnd fyrir að vera „of kynæsandi“.

Það virðist ekki vera sem Polonia láti þetta á sig fá en hún segist vera þreytt á því að gera öðrum til geðs. Í kjölfar umfjöllunar um Zoom-fundinn sagðist hún ekki ætla að breyta persónuleika sínum fyrir aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“
Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina