fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Ný rannsókn – Ákveðnar breytingar verða í líkama kvenna eftir að þær hafa samfarir í fyrsta sinn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fyrir löngu slegið því föstu að mýtan um að meyjarhaft, sem rofnar við fyrstu samfarir konu, eigi ekki við rök að styðjast. En það þýðir ekki að ákveðnar breytingar eigi sér ekki stað í líkama kvenna þegar þær byrja að stunda samfarir.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að eftir að konur hafa samfarir í fyrsta sinn þá eykst ónæmisviðbragðið í leggöngunum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá vísindaritinu eLife að sögn Videnskab.

95 unglingsstúlkur frá Kenía tóku þátt í rannsókninni. Þær létu allar í té sýni úr leggöngunum og leghálsi. Auk þess skýrðu þær frá hvort þær hefðu haft samfarir og ef svo var, hvenær.

Með nánari rannsóknum og samanburði komust vísindamennirnir að athyglisverðum hlut um stúlkurnar sem höfðu byrjað að stunda kynlíf síðasta árið. Í kynfærum þeirra varð mikil aukning á prótínum sem stýra ónæmisviðbrögðum, þar á meðal IL-1β, IL-2 og CXCL8.

Vísindamennirnir gengu að sjálfsögðu úr skugga um að þessar breytingar ættu ekki rætur að rekja til þungunar eða kynsjúkdóma.

Kynsjúkdómar voru eiginlega meginviðfangsefni rannsóknarinnar því vísindamennirnir höfðu lengi reynt að komast að því af hverju stúlkur og konur á aldrinum 15 til 24 ára eru í meiri hættu á að fá kynsjúkdóma en konur eldri en 25 ára.

Í raun ætti aukið ónæmisviðbragð í kynfærunum að beina sjónum vísindamann annað í leit að skýringu en hugsanlega eru óheppileg tengsl þarna á milli. Hið aukna ónæmisviðbragð getur nefnilega hugsanlega laðað að sér svokallaðar CD4 T-ónæmisfrumur en þær eru eitt af uppáhaldsskotmörkum HIV-veirunnar.

Ef svo er, á geta tilraunir líkamans til að vernda sjálfan sig leitt til þess að konurnar eru í meiri hættu á að smitast af HIV.

En ekki er hægt að staðfesta það með þessari rannsókn að sögn Alison Roxby, eins höfunda hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Í gær

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Raðspýtarinn í New York var barinn til óbóta eftir yfirheyrslu hjá lögreglu

Raðspýtarinn í New York var barinn til óbóta eftir yfirheyrslu hjá lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“