fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Leynileg klósettbylting á sér stað í Kína

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 19:30

Frá Kína. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli þegar hugrakkur kínverskur maður hengdi tvo stóra borða upp á brú í Peking þegar flokksfundur kommúnistaflokksins stóð yfir. Á borðunum voru slagorð sem var beint að Xi Jinping, sem stýrir landinu harðri hendi, og sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Hann var handtekinn fljótlega eftir að hann hengdi borðana upp og ekki er vitað hver örlög hans urðu en ganga má út frá að hann hafi hlotið þunga refsingu.

Mótmæli eru mjög sjaldgæf í Kína og þeim sem dirfast að gagnrýna kerfið og stjórn kommúnistaflokksins er yfirleitt varpað í fangelsi í langan tíma.

En nú hafa óánægðir borgarar fundið aðferð til að deila óánægju sinni með kerfið með hver öðrum. Þetta á sér stað á almenningssalernum en þau eru meðal þeirra sárafáu staða í kínverskum stórborgum þar sem ekki er allt fullt af eftirlitsmyndavélum.

Hinn óháði miðill China Digital Times segir að hér sé nánast um klósettbyltingu að ræða. Byltingu þar sem gagnrýnisraddir heyrast í formi texta, sem eru skrifaðir á veggi og dyr á almenningssalernum um allt land.

China Digital Times hefur birt sumt af því sem hefur verið skrifað á samfélagsmiðlum en þeir textar fá yfirleitt ekki að standa lengi þar sem ströng ritskoðun er við lýði.

En það sem er skrifað á veggi og dyr á salernum fær að standa lengur.

Margt af því sem hefur verið skrifað að undanförnu virðist eiga rætur að rekja til „borðamannsins“ sem var nefndur hér í inngangi greinarinnar.

China Digital Times segir að „klósettbyltingin“ sé að margra mati „hin nýja klósettbylting“ og er þar vísað til klósettbyltingar Xi Jinping sem hann hleypti af stokkunum 2015. Markmið hennar var að bæta aðstöðuna á klósettum úti á landi og á ferðamannastöðum.

En hugsanlega verður þessi klósettbylting kveðin í kútinn fljótlega því margir eru sannfærðir um að yfirvöld muni fljótlega krefjast þess að fólk láti skanna andlit sitt við innganginn á almenningssalernum. Það er nú þegar gert á almenningssalernum við Hof himnanna í Peking. Yfirvöld segja það gert til að koma í veg fyrir þjófnað á salernispappír og til að tryggja að fólk hegði sér almennilega. Gegn því að láta skanna andlitið við innganginn fær fólk 60 cm af salernispappír en á móti vita yfirvöld nákvæmlega hverjir nota klósettin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“