fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Pressan

Litháar hafa áhyggjur af hugsanlegri innrás Rússa

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 10:45

Bandarískir fallhlífahermenn við komuna til Litháen fyrr á árinu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Litháen, og víðar, hafa margir áhyggjur af að ef Vladímír Pútín ákveði að herða stríðsreksturinn í Úkraínu gæti hann gripið til þess ráðs að láta rússneskar hersveitir, sem eru beggja megin við Suwalki gatið svokallað, ráðast fram samtímis úr austri og vestri og þannig einangrað Litháen, Lettland og Eistland frá öðrum NATO-ríkjum.

Þetta kemur fram í umfjöllun Sky News um málið. Þar kemur fram að Suwalki gatið sé veikur blettur hjá NATO því Kaliningrad, sem er hluti af Rússlandi, og Hvíta-Rússland liggja að því. Hvíta-Rússland er leppríki Rússa og háð duttlungum Pútíns.

Í bænum Vistytis, sem er nærri Suwalki gatinu, hafa margir bæjarbúar áhyggjur af stöðu mála og rússnesku hermönnunum sem eru ekki langt undan. Sumir eru sagðir hálf skelkaðir vegna þessa  og séu undir það búnir að flýja til Póllands ef Litháen verður ógnað í framtíðinni.

„Við erum hrædd því ef Úkraína tapar, þá stöndum við frammi fyrir miklum vanda því Rússar munu sækja að okkur frá Kaliningrad og Hvíta-Rússlandi,“ sagði Vilius Kociubaitis, læknir bæjarins, í samtali við Sky News.

Mörg þúsund Litháar hafa skráð sig í varnarsveitir sem eiga að verja landið fyrir hugsanlegri innrás Rússa. Margir hafa einnig gengið til liðs við útlendingahersveitina sem berst með úkraínska hernum gegn Rússum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gekk inn á sjúkrahús með mannshöfuð í poka

Gekk inn á sjúkrahús með mannshöfuð í poka
Pressan
Í gær

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

18 ára handtekinn fyrir að skrifa „uppreisnarorð“ á klósettvegg

18 ára handtekinn fyrir að skrifa „uppreisnarorð“ á klósettvegg