fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Blóðprufa getur sagt til um hættuna á langvarandi COVID-19

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. október 2022 21:00

Heilbrigðisstarfsmaður með kórónuveirusýni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blóðprufa, sem er tekin úr fólki sem er smitað af COVID-19, getur sagt til um hvort það er líklegt til að glíma við langvarandi COVID-19. Sýnataka af þessu tagi gæti veitt læknum færi á að gefa þeim, sem eru í hættu á að fá langvarandi COVID-19, lyf snemma í sjúkdómsferlinu til að reyna að koma í veg fyrir langvarandi veikindi.

Sky News skýrir frá þessu og segir að þetta hafi komið fram í nýrri rannsókn vísindamanna við University College London. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Lancet eBioMedicine.

Vísindamennirnir báru saman magn rúmlega 90 blóðprótína í 54 heilbrigðisstarfsmönnum, sem voru smitaður af COVID-19, við blóð heilbrigðra heilbrigðisstarfsmanna.

Þeir komust að því að nokkur prótín voru mjög úr lagi í allt að sex vikur, einnig hjá fólki sem var með væg sjúkdómseinkenni. Tuttugu þeirra spáðu fyrir um langvarandi sjúkdómseinkenni sem voru enn við lýði ári síðar.

Vísindamennirnir notuðu gervigreindaralgóryþma til að skanna prótín í blóðsýnunum og fundu þannig 11 veika heilbrigðisstarfsmenn sem glímdu síðan við langvarandi COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna