fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Blóðprufa getur sagt til um hættuna á langvarandi COVID-19

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. október 2022 21:00

Heilbrigðisstarfsmaður með kórónuveirusýni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blóðprufa, sem er tekin úr fólki sem er smitað af COVID-19, getur sagt til um hvort það er líklegt til að glíma við langvarandi COVID-19. Sýnataka af þessu tagi gæti veitt læknum færi á að gefa þeim, sem eru í hættu á að fá langvarandi COVID-19, lyf snemma í sjúkdómsferlinu til að reyna að koma í veg fyrir langvarandi veikindi.

Sky News skýrir frá þessu og segir að þetta hafi komið fram í nýrri rannsókn vísindamanna við University College London. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Lancet eBioMedicine.

Vísindamennirnir báru saman magn rúmlega 90 blóðprótína í 54 heilbrigðisstarfsmönnum, sem voru smitaður af COVID-19, við blóð heilbrigðra heilbrigðisstarfsmanna.

Þeir komust að því að nokkur prótín voru mjög úr lagi í allt að sex vikur, einnig hjá fólki sem var með væg sjúkdómseinkenni. Tuttugu þeirra spáðu fyrir um langvarandi sjúkdómseinkenni sem voru enn við lýði ári síðar.

Vísindamennirnir notuðu gervigreindaralgóryþma til að skanna prótín í blóðsýnunum og fundu þannig 11 veika heilbrigðisstarfsmenn sem glímdu síðan við langvarandi COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum