fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Að vera niðurdreginn eða einmana getur valdið hraðari öldrun en reykingar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. október 2022 17:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að vera niðurdreginn, einmana eða óhamingjusamur getur flýtt öldrunarferli meira en reykingar og ákveðin sjúkdómar.

Þetta segja vísindamenn sem bjuggu til stafrænt reiknilíkan af öldrun. Þeir segja að aðalskilaboð þeirra séu að líkami og sál tengist.

The Guardian skýrir frá þessu og hefur þetta eftir Fedor Galkin, meðhöfundi rannsóknarinnar.

Í grein í tímaritinu Aging-US skýra vísindamennirnir frá því hvernig þeir bjuggu til „öldrunarklukku“. Hún var byggð á upplýsingum um 4.846 fullorðna einstaklinga.

Vísindamennirnir báru lífaldur fólksins, sem reiknilíkanið spáði, saman við raunverulegan aldur þess. Að meðaltali var tæplega 5,7 ára aldursmunur á spánni og hinum raunverulega aldri. Var þetta bil bæði fyrir ofan og neðan hinn raunverulega aldur.

 Í ljós kom að þeir sem höfðu fengið heilablóðfall, lifrarsjúkdóm og lungnasjúkdóm voru að meðaltali 4,45 árum eldri samkvæmt reiknilíkaninu en þeir voru í raun.

Í ljós kom að þeir sem voru óhamingjusamir, einmana eða niðurdregnir voru að meðaltali 1,65 árum eldri samkvæmt útreikningi reiknilíkansins en þeir voru í raun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol