fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Pressan

Páfinn segir að prestar og nunnur horfi á klám

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 08:00

Nú krefst það meiri fyrirhafnar að horfa á klám í Frakklandi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frans páfi segir að prestar og nunnur láti undan freistingunni og horfi á klám á netinu. Þetta sagði hann þegar hann var spurður hvort ný kynslóð presta geti á ábyrgan hátt notað stafræna tækni til að breiða út boðskap kristinnar trúar.

Sky News skýrir frá þessu og segir að páfinn hafi sagt að svo margt fólk, þar á meðal prestar og nunnur, láti undan freistingunni og horfi á klám, djöfullinn læðist þarna að þeim.

Hann sagðist ekki aðeins eiga við „glæpsamlegt klám eins og barnaníð“ heldur einnig „venjulegt klám“.

Hann hvatti prestnema til að eyða slíkum vefsíðum úr símum sínum til að þeir séu „ekki með freistinguna í höndinni“.

Hann hvatti fólk til að nota farsíma sína vel í stað þess að láta þá trufla sig stöðugt með fréttum og tónlist.

Hann sagðist hafa fengið farsíma þegar hann varð biskup fyrir 30 árum og hafi síminn verið á stærð við skó. Hann sagðist aðeins hafa hringt í systur sína áður en hann skilaði símanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna
Pressan
Í gær

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali
Pressan
Fyrir 6 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin