fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Loftslagsvandinn gerði þurrkana á norðurhveli í sumar 20 sinnum líklegri

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. október 2022 11:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir þurrkar voru á norðurhveli jarðar í sumar og höfðu mikil áhrif á uppskeru og raforkuframleiðslu og juku þannig áhrif orkukreppunnar og bættu í skort á matvælum.

Loftslagsvandinn, sem við glímum við, gerði að verkum að líkurnar á þurrkum sumarsins voru tuttugu sinnum meiri en ella. Þetta hafa vísindamenn reiknað út að sögn The Guardian. Niðurstaða þeirra er að ef  hnattræn hlýnun af mannavöldum væri ekki til staðar þá myndu þurrkar af þessu tagi eiga sér stað einu sinni á hverjum fjögur hundruð árum að meðaltali.

Þurrkarnir höfðu áhrif á uppskeru og orkuframleiðslu og juku á vandann við matvælaframleiðslu og rafmagnsframleiðslu  sem var þegar til staðar vegna stríðsins í Úkraínu.

Vísindamennirnir vara við því að þurrkar verði enn verri og algengari ef ekki verði hætt að nota jarðefnaeldsneyti.

Þurrkarnir í sumar voru aðallega afleiðing hitabylgna sem herjuðu á Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Minni úrkoma skipti ekki eins miklu máli.

Vísindamennirnir segja að sumar, eins heitt og 2022, hefði verið „svo að segja útilokað“ ef hnattræn hlýnun hefði ekki komið til. Þeir segja einnig að í Evrópu hafi 24.000 dauðsföll verið afleiðing hitanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína
Pressan
Í gær

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn