fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Óhugnanlegt mottó fjölskylduföðurins – Binda, pynta og drepa!

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. október 2022 20:30

Dennis Rader. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman misþyrmdi hann og drap fjölda fólks. Síðan tók hann sér hlé en réði síðan ekki við sig lengur og byrjaði aftur á níðingsverkunum. En hann gerði ein mistök sem urðu honum að falli.

Þegar lögreglunni barst bréf í mars 2004 áttaði hún sig strax á að alræmdur raðmorðingi var byrjaður að myrða á nýjan leik. Í bréfinu var skýrt frá óhugnanlegum smáatriðum sem aðeins raðmorðinginn og lögreglan vissu um. Bréfið var undirritað BTK. Þessir bókstafir höfðu hrætt fólk áratugum saman en þeir stóðu fyrir „Bind, torture og kill“ (binda, pynta og drepa). Það var einmitt það sem morðinginn hafði gert við þau 10 fórnarlömb sem vitað var að hann hafði drepið.

Það var því engin furða að lögreglan í Wichita í Bandaríkjunum hefði miklar áhyggjur af að saklaust fólk yrði morðingjanum að bráð.

Ofbeldisferill hans hófst janúarmorgun einn 1974. Hann skar þá á símaleiðslur Otero-fjölskyldunnar. Síðan læddist hann inn um bakdyrnar og batt fjölskyldumeðlimina einn eftir annan. Síðan kyrkti hann fjölskylduföðurinn Joseph, 37 ára, með pokum og efnisbútum. Því næst kyrkti hann móðurina, hina 33 ára Julie, með snúru. Síðan kyrkti hann Joseph Jr., 9 ára.

Því næst dró hann hina 11 ára Josephine, sem var aðalbráð hans, niður í kjallara þar sem hann beitti hana kynferðislegu ofbeldi áður en hann hengdi hana í röri.

Frægur og alræmdur

Næstu árin hélt hann áfram að drepa og fylla fólk skelfingu. Til dæmis braust hann inn í hús eitt og læsti þrjú lítil börn inni á baðherberginu áður en hann kyrkti móður þeirra, Shirley Vian.

Næstu árin hélt hann uppteknum hætti og myrti fleiri. Hann sendi fjölmiðlum reglulega bréf þar sem hann lýsti ódæðisverkum sínum í smáatriðum eða sendi stutt ljóð sem fjölluðu um viðbjóðsleg morð og krafðist þess að verða frægur og illræmdur.

Í kjölfar þessara bréfasendinga skýrði lögreglan frá því að raðmorðingi gengi laus.

1991 drap hann enn eina konu en síðan hætti hann næstu 25 árin.

Lögreglan taldi að hann væri dáinn eða sæti í fangelsi fyrir önnur mál.

En hann var ekki dáinn og ekki í fangelsi. Hann var bara önnum kafinn við að sinna fjölskyldu sinni og vinnu og hafði því ekki tíma til að láta drauma sína og þrár, sem snerust um pyntingar og morð, rætast.

Nú var kominn tími til að hefjast handa á nýjan leik

En hann langaði enn til að fullnægja þessum hvötum sínum og þegar eitt staðardagblað skrifaði að hann „væri gleymdur“ ákvað hann að nú væri kominn tími til að hefjast handa á nýjan leik.

Hann byrjaði að senda bréf til lögreglunnar og fjölmiðla og skrifaði meðal annars að hann væri nú þegar búinn að velja næsta fórnarlamb sitt.

Hann þráði athygli og það nýtti lögreglan sér í von um að hann myndi koma upp um sig. Hún höfðaði til sjálfsástar hans með því að segja fjölmiðlum hversu snjall hann væri og hversu fáar vísbendingar hún hefði. Þetta varð til þess að hann gerði mistök sem urðu honum að falli.

Diskettan

Í staðinn fyrir að senda bréf, sendi hann nú diskettu með wordskjaldi. Hann hélt að hann hefði eytt öllum upplýsingum sem var hægt að rekja til hans. En á diskettunni fann lögreglan fornafnið Dennis og nafn á kirkju. Þegar þetta var tengt saman við leit komu nafnið Dennis Rader upp.

Út á við var hann ósköp venjulegur maður, kvæntur og átti börn. Var virkur í kirkjustarfi. En lögreglan taldi að hann gæti verið raðmorðinginn. Til að koma ekki upp um hvað var í gangi í rannsókninni varð lögreglan sér úti um DNA hans í gegnum dóttur hans sem hafði farið í læknisskoðun í háskólanum sínum. Það gaf svörun við þau lífsýni sem lögreglan hafði aflað á fórnarlömbum hans.

Skömmu síðar var hann handtekinn. Það eina sem hann sagði þá var: „Viljið þið láta konuna mína vita að ég kem ekki í hádegismat?“

Í fyrstu neitaði hann að vera BTK-morðinginn en þegar lögreglan lagði niðurstöður lífsýnarannsókna á borðið brosti hann og byrjaði að tala og talaði klukkustundum saman. Hann montaði sig af morðunum og sýndi enga eftirsjá. Það var eins og hann hefði beðið eftir því að geta loksins sagt frá „afrekum“ sínum.

Í ágúst 2005 var hann dæmdur í 175 ára fangelsi hið minnsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar