fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Hjúkrunarfræðingur ákærð fyrir morð á sjö nýburum – Tvíburamóðir gekk inn á hana í miðri morðtilraun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 05:40

Lucy Letby. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby, 32 ára, er nú fyrir rétti í Manchester. Hún er ákærð fyrir að hafa myrt sjö nýbura og að hafa reynt að myrða tíu til viðbótar. Þetta gerðist á fæðingardeildinni sem hún starfaði á í Chester, sem er sunnan við Liverpool, frá í júní 2015 þar til í júlí 2016.

BBC skýrir frá þessu. Letby er ákærð fyrir að hafa myrt fimm drengi og tvær stúlkur og að hafa reynt að myrða fimm drengi og fimm stúlkur. Öll voru börnin yngri en eins árs. Sum börnin reyndi hún að myrða oftar en einu sinni.

Letby neitar sök að sögn The Guardian. Réttarhöldin hófust á mánudaginn og er reiknað með að þau standi í allt að sex mánuði.

Vissi ekki hvað var að gerast

Á þriðjudaginn kom móðir tvíbura fyrir dóm og skýrði frá því sem gerðist kvöldið sem annar sonur hennar lést. Letby annaðist drengina sem höfðu fæðst fyrir tímann.

Hún sagði að fimm dögum eftir fæðinguna hafi hún ákveðið að fara til drengjanna, sem lágu á fyrirburadeild, en hún lá á annarri deild.

Þegar móðirin gekk inn í stofuna var Letby að reyna að myrða annan son hennar. Móðirin áttaði sig ekki á hvað var í gangi en sá að það blæddi úr munni drengsins og að honum leið greinilega illa. „Treystu mér, ég er hjúkrunarfræðingur,“ sagði Letby við hana til að reyna að fullvissa hana um að allt væri í lagi.

Hún hvatti móðurina síðan til að fara aftur á sína deild og gerði móðirin það. En hún hafði miklar áhyggjur af því sem hún hafði séð og hringdi í eiginmann sinn og sagði honum frá því.

Saksóknari sagði að Letby hafi reynt að leyna því sem gerðist þegar hún skrifaði skýrslu um vaktina. Þar sleppti hún því að nefna að blætt hafði úr drengnum klukkan 21 og sagði að móðirin og læknir hefðu hist en hvorugt þeirra kannaðist við það að sögn saksóknarans.

Einn læknanna, sem starfa á sjúkrahúsinu, sagði að hann hafi aldrei áður vitað dæmi þess að svona mikið blæddi úr svona litlu barni.

Drengurinn var ekki krufinn. Foreldrarnir vildu það ekki og læknar töldu ekki nauðsyn á því og því voru réttarmeinafræðingar sammála. Saksóknarinn sagði að þetta hafi verið stór mistök.

Letby er einnig ákærð fyrir að haf reynt að myrða tvíburabróðurinn. Hún er sögð hafa sett insúlín næringu hans en það olli miklu blóðsykurfalli. „Einhver eitraði fyrir honum Ekkert annað barn á deildinni fékk insúlín. Því getur ekki hafa verið um gáleysi að ræða,“ sagði saksóknarinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?