fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Skaut veiðifélaga sinn – „Það var hundurinn“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. október 2022 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um tveimur vikum var 55 ára ítalskur veiðimaður skotinn þegar hann var á veiðum í norðurhluta Svíþjóðar. Hann lifði þetta af en er enn á sjúkrahúsi. Veiðifélagi hans er grunaður um að hafa skotið hann en hann segir að það hafi verið hundur fórnarlambsins sem skaut.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fréttamenn þess ræddu við Aldo Silva, leiðsögumann á svæðinu, sem sagðist ekki hafa verið á staðnum þegar óhappið átti sér stað. Hann sagðist þó hafa heyrt að þegar einn veiðimannanna ætlaði að sækja skotinn fugl hafi hundurinn hans stokkið upp á hann og rekið loppuna í gikkinn á byssunni.

Nú er verið að skoða hvort ákæra eigi veiðimanninn fyrir grófa líkamsárás.

Fórnarlambið var skotið í fótlegg af aðeins sex metra færi.

Silva sagðist telja að um óhapp hafi verið að ræða, því veiðimaðurinn og tveir aðrir félagar hans hafi verið í miklu uppnámi þegar norskir veiðimenn komu að þeim. Þeir norsku björguðu líklega lífi fórnarlambsins með að veita honum skyndihjálp og þeir fengu sjúkraþyrlu á vettvang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol