fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Fundu gen sem veitir vörn gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 08:00

Þá vitum við hvernig erfðamengið varð til. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri sænskri rannsókn kemur fram að vísindamennirnir, sem framkvæmdu rannsóknina, hafi fundið sérstakt genaafbrigði sem veitir vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID-19. Þessi uppgötvun er mikilvægt skref í átt að skilningi á af hverju sumir veikjast af völdum veirunnar en aðrir fá bara væg einkenni.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og hefur eftir Hugo Zeberg, hjá Karólínskustofnuninni í Svíþjóð, að með þessari uppgötvun verði vinna við þróun lyfja gegn veirunni markvissari. Hann vildi ekki kalla þetta „tímamótauppgötvun“ en sagði niðurstöðuna vera mjög mikilvæga.

Rannsóknin byggir á uppgötvun frá því í árslok 2020 en þá komust vísindamenn að því að ákveðinn hluti af erfðaefninu okkar gerir að verkum að 20% minni líkur eru á að fólk veikist alvarlega af völdum COVID-19. Þá tókst vísindamönnum ekki að finna út úr hvaða gen gerir þetta að verkum en nú hefur sænska rannsóknin varpað ljósi á það.

Þetta genaafbrigði, sem vísindamennirnir fundu, nefnist rs10774671-G. Zeberg sagði að þetta væri gen sem kóði fyrir prótín sem nefnist OAS1 og stýri kerfi sem brjóti RNA-veirur niður en SARS-CoV-2 (veiran sem veldur COVID-19) er RNA-veira. Þetta gen veitir einnig vernd gegn öðrum RNA-veirum, til dæmis lifrarbólgu C. Þetta er afbrigði sem má rekja til Neanderdalsmanna og er enn að finna í sumum.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í Nature Genetics.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri