fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Handataka vegna dularfullu morðanna í Frönsku Ölpunum fyrir 10 árum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 07:00

Morðvettvangurinn. Mynd: EPA/Norbert FALCO/LE DAUPHINE FRANCE OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska lögreglan handtók í gær mann sem er grunaður um aðild að morðum í Frönsku Ölpunum fyrir tæpum 10 árum. Málið hefur þótt mjög dularfullt en þrjú af fórnarlömbunum voru bresk en eitt var franskur reiðhjólamaður. Tvö börn sluppu lifandi frá morðingjanum. Ekki hefur tekist að leysa málið en nú virðist lögreglan hafa færst nær því.

Morðin voru framin 5. september 2012. Hjón og móðir annars þeirra voru skotin til bana. Þau voru af írönskum ættum en breskir ríkisborgarar. Einnig var franskur reiðhjólamaður skotinn til bana. Málið hefur þótt mjög snúið og lögreglan hefur ekki hugmynd um af hverju fólkið var myrt. Ekki var annað að sjá en hér hafi bresk fjölskylda einfaldlega verið í fríi í Frakklandi og ekki er vitað um nein tengsl hennar við undirheimana. Frá upphafi hefur verið talið að reiðhjólamaðurinn hafi verið skotinn til bana af því að hann hafi verið svo óheppinn að eiga leið fram hjá morðvettvanginum.

Lögreglan hefur ekki skýrt frá kyni eða aldri þess sem var handtekinn en handtakan átti sér stað í bænum Chambery í Ölpunum.

Lögreglan hefur áður handtekið fólk í tengslum við rannsókn málsins en þær handtökur færðu hana ekki nær því að leysa það.

Stúlkurnar tvær, sem lifðu árásina af, voru fjögurra og sjö ára þegar ódæðisverkið var framið. Sú yngri faldi sig í átta klukkustundir undir fótum móður sinnar en sú eldri særðist alvarlega þegar morðinginn skaut hana en lifði af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Í gær

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans