fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Danskir sérfræðingar spá endalokum faraldursins fyrir vorið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 08:00

COVID-19. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskir sérfræðingar eru bjartsýnir á að kórónuveirufaraldurinn verði afstaðinn í Danmörku fyrir vorið. Faraldurinn geisar nú af krafti í Danmörku en í gær greindust rúmlega 19.000 smit sem er þó ekki met, það liggur nær 30.000 smitum á einum degi.

Í umfjöllun Politiken í dag er rætt við þrjá sérfræðinga um faraldurinn og hvað sé fram undan.

Einn þeirra er Lone Simonsen hjá Hróarskelduháskóla. „Út frá reynslu minni af öðrum sögulegum faröldrum er ég nokkuð viss um að með tilkomu Ómíkron séum við á leið inn í lokakaflann þar sem faraldurinn mun missa mátt sinn fyrir vorið,“ sagði hún.

Mikill fjöldi smita gerir að verkum að margir verða ónæmir fyrir veirunni og það er meðal þess sem mun valda því að faraldurinn fjarar út að mati Simonsen. Hún sagði að nú væri það hið bráðsmitandi Ómíkronafbrigði sem gefur mörgum Dönum það sem kalla megi náttúrulegan örvunarskammt. Hún sagðist telja að í lok janúar verði annar hver Dani búinn að smitast af kórónuveirunni og þá hafi hjarðónæmi náðst.

Jens Lundgreen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, og Søren Riis Paludan, prófessor við Árósaháskóla, eru sammála spá Simonsen. Þeir sögðu að ekki sé langt í að kórónuveiran verði minni byrði fyrir lýðheilsuna en nú er. Ástæðan væri að veiran væri ekki eins banvæn og áður vegna stökkbreyttra afbrigða á borð við Ómíkron og vegna góðrar þátttöku í bólusetningum. Þannig verði fleiri ónæmir.

Simonsen sagði að hægt sé að skoða fyrri heimsfaraldra til að sjá hvernig þeir hegða sér. Í gegnum söguna hafi þeir yfirleitt staðið yfir í tvö til fimm ár og riðið yfir í tveimur til fjórum stórum bylgjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“