fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Rannsökuðu tengsl lýsisneyslu og kórónuveirunnar – „Við erum hissa á niðurstöðunni“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. september 2022 16:30

Margir taka lýsi daglega. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir taka lýsi á veturna til að styrkja ónæmiskerfið. Lýsi inniheldur D-vítamín og þar sem við sem búum á norðurslóðum fáum ekki mikið D-vítamín frá sólarljósinu á veturna þá getur verið gott fyrir líkamann að fá aukaskammt af því með því að taka lýsi.

Norskir vísindamenn rannsökuðu áhrif lýsisneyslu á líkamann og hvort hún geti komið að gagni við að halda kórónuveirunni skæðu fjarri. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Niðurstaðan kom þeim á óvart en hún var mjög skýr. Lýsisneysla hefur nákvæmlega engin áhrif gegn kórónuveirunni né gegn öðrum öndunarfæra sjúkdómum.

Þessi niðurstaða byggist á rannsókn sem 35.000 manns tóku þátt í.  Helmingurinn fékk lýsi daglega síðasta vetur en hinn helmingurinn maísolíu. Sítrónubragð var af báðum drykkjunum svo þátttakendurnir vissu ekki hvort þeir fengu lýsi eða maísolíu.

Í ljós kom að enginn munur var á hópunum. Rannsóknin stóð yfir í sex mánuði og á þeim tíma veiktist svipað stór hluti úr báðum hópum af kórónuveirunni.

„Við erum hissa á niðurstöðunni og héldum að fólk, sem fékk viðbótar D-vítamín, myndi komast betur í gegnum þetta,“ sagði Arne Søraas, smitsjúkdómalæknir.

Hann sagðist telja að það geti samt sem áður verið góð hugmynd að taka lýsi því það geti haft önnur jákvæð áhrif á líkamann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu