fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Sjúklingar sem „sneru aftur frá dauðum“ segja frá hvað þeir upplifðu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. september 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk, sem var úrskurðað látið í skamma stund, hefur deilt reynslusögum sínum og skýrt frá hvað það upplifði handan lífs.

Umræða um þetta hófst á samfélagsmiðlinum Reddit þegar einn notandinn deildi sögu sinni og bauð fólki að spyrja spurninga um málið. Í kjölfarið fóru fleiri að deila reynslu sinni af dauðanum. Sumir sögðust muna eftir tilfinningunni, skynjun sinni og jafnvel sýnum sínum handan lífsins. Í umfjöllun Mirror segir að ótrúlega margt sé svipað með þeirri reynslu sem fólkið lýsir.

Einn sagðist hafa verið í æðamyndatöku og hafi verið glaðvakandi þegar viðvörunarbjöllur fóru að hringja og allir urðu stressaðir: „Heimurinn minn varð mjúkur og þokukenndur og allt varð svart. Það næsta sem ég man er að ég opna augun og heyri lækni segja „við fengum hann aftur“. Þetta var aðallega friðsæl tilfinning.“

Annar sagði: „Ég fór í hjartastopp í um 40 sekúndur. Þetta var eins og að sofna án þess að dreyma, engin sjálfsvitund.“

Enn annar sagði: „Ég hrundi niður í fyrirlestri í skólanum. Öll öndun og blóðflæði stöðvaðist. Mér fannst eins og ég félli niður endalausa holu á meðan félagar mínir hrópuðu á hjálp. Ég var endurlífgaður og man enn ekkert eftir síðustu mínútunum fyrir dauðann né þeim fyrstu eftir að ég var endurlífgaður.“

„Ég man aðeins eftir ferðinni í sjúkrabílnum en ég var ekki í líkama mínum. Þetta var í alvöru það undarlegasta sem ég hef nokkru sinni upplifað. Þetta gæti hafa verið draumur en ég sá meðvitundarlausan líkama minn, í hjartastoppi, í sjúkrabílnum,“ sagði einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum