fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Fór í 5 mínútna sturtu – Það kostaði hann 60.000 krónur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 16:08

Þarf hann að fara oftar í sturtu? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir langan dag ákvað fertugur karlmaður, sem gisti á hóteli í Vínarborg í Austurríki, að skella sér í heita sturtu. Það reyndist dýrkeypt því hann sat uppi með reikning upp á sem svarar til um 60.000 íslenskra króna eftir baðferðina.

Heute.at skýrir frá þessu. Fram kemur að maðurinn og unnusta hans hafi verið stödd í borginni nýlega til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna. Þau hafi síðan dvalið áfram í borginni í nokkra daga eftir brúðkaupið.

Þegar maðurinn kom úr sturtunni langþráðu heyrði hann hræðilegan hávaða. Eldvarnakerfi hótelsins hafði farið í gang vegna gufunnar frá sturtunni. Kerfið sendi sjálfvirk boð til slökkviliðsins sem mætti á vettvang.

Maðurinn fór strax niður í móttökuna og sagði að það væri bara gufa frá baðherberginu sem hefði sett eldvarnakerfið í gang. En starfsmaðurinn í gestamóttökunni keypti þessa skýringu ekki og bað manninn og unnustu hans að bíða utandyra á meðan slökkviliðið sinnti starfi sínu.

Maðurinn var síðan krafinn um 417 evrur, sem svarar til tæplega 60.000 íslenskra króna, fyrir útkall slökkviliðsins. „Þetta er hneyksli. Ég mun svo sannarlega ekki greiða þetta,“ sagði maðurinn sem er vægast sagt ósáttur við hótelið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau