fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

Fjórir skotnir í Detroit – Tilviljanakenndar skotárásir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 20:00

Frá Detroit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Detroit í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er talinn hafa skotið fjóra í borginni í gær. Þrjú af fórnarlömbunum létust.

NBC News skýrir frá þessu. Fyrstu þrjú fórnarlömbin, tvær konur og einn karl, fundust á mismunandi stöðum í borginni snemma í gærmorgun. Fjöldi skotsára var á fólkinu.

Fjórða fórnarlambið sá grunsamlegan mann vera að kíkja inn í bíla og bað hann um að hætta því. Brást maðurinn við með að skjóta á fórnarlambið.

James White, yfirmaður hjá lögreglunni, sagði á fréttamannafundi í gær að skotárásirnar virtust vera „tilviljanakenndar“. „Eitt fórnarlambið var að bíða eftir strætó, annað var að viðra hundinn sinn og eitt var bara úti á götu,“ sagði hann.

Lögreglan hefur ekki skýrt frá hver af fórnarlömbunum létust.

Lögreglan birti myndir að meintum árásarmanni og upptökur úr eftirlitsmyndavélum til að reyna að fá upplýsingar hjá almenningi.

Lögreglan hefur ekki enn skýrt nánar frá handtökunni eða hver hinn handtekni er.

Þetta voru ekki einu morðin í Bandaríkjunum um helgina. Í Houston í Texas kveikti maður einn í þremur íbúðum og beið síðan eftir að íbúarnir kæmu út og skaut þá. Þrír létust. Hann skaut síðan á slökkviliðsmenn. Þeir urðu að leita skjóls þar til lögreglan kom á vettvang og drap byssumanninn. Leigusamningi hans var nýlega rift og er það hugsanlega ástæða fyrir ódæðisverkinu en þó er það ekki vitað með vissu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 1 viku

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 1 viku

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu