fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Heimila flengingar á nýjan leik í skólum í Missouri

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 19:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Cassville skólaumdæminu í Missouri í Bandaríkjunum hefur fræðsluráðið ákveðið að heimila að nemendur verði flengdir. Þetta var samþykkt á fundi ráðsins í júní. Flengingar voru leyfðar í skólaumdæminu þar til 2001.

The Guardian skýrir frá þessu og vísar í umfjöllun Springfield News Leader.

Samkvæmt nýju reglunum verður heimilt að rassskella nemendur, með spaða, í skólastofum. Ákvörðunin var tekin á grunni könnunar sem foreldrar svöruðu á síðasta ári. Í ljós kom að þeir vildu að kennarar hefðu fleiri möguleika til að beita agaviðurlögum.

Eru foreldrarnir sagðir hafa viljað að skólarnir hefðu fleiri möguleika en að vísa börnum úr skóla í refsingarskyni.

Flengingar verða aðeins heimilar sem „síðasta úrræði“ ef önnur agaviðurlög bera ekki árangur. Foreldrar þurfa að gefa leyfi til að flengja megi börn þeirra og skrifa undir skjal þess efnis. Ekki liggur fyrir hversu margir foreldrar munu heimila þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum