fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Fullyrðir að 82 börn hafi látist í leiknum sem hafði af henni soninn

Pressan
Laugardaginn 20. ágúst 2022 17:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Holly Dance, móðir Archie Battersbee, fullyrðir að 82 börn hafi látist vegna samfélagsmiðlaleiks – The BlackOut Challenge – sem drap son hennar.

Sjá einnig:  Áfrýjun foreldra Archie Battersbee synjað – Verður tekinn úr sambandi á morgun

Hinn 12 ára gamli Archie fannst meðvitundarlaus á heimili móður sinnar í byrjun apríl á þessu ári. Talið er að hann hafi tekið þátt í umræddum leik, sem gengur út á það að þátttakendur þrengja að háls sínum, með snæri eða einhverju viðlíka, og reyna að missa meðvitund í stutta stund.

Archie ásamt móður sinni Holly Dance

Archie var úrskurðaður heiladaður og í kjölfarið hófst fjölmiðlastormur sem snerist um kröfu lækna að taka öndunarvél drengsins úr sambandi og aðstandenda hans sem vildu bíða og vonast eftir framförum. Að endingu höfðu læknarnir betur eftir fjölmörg dómsmál og lést Archie þann 6. ágúst síðastliðinn – fjórum mánuðum eftir slysið hræðilega.

Sjá einnig: Segja að dauði Archie Battersbee hafi verið „villimannslegur“

Foreldrum Archie er umhugað um að önnur börn hljóti ekki nöturleg örlög sonar þeirra. Í viðtali við Mirror fullyrðir móðir hans, eins og áður segir, að 82 börn hafi þegar látist vegna leiksins og skorar á samfélagsmiðla á borð við Facebook og Tiktok að bregðast við og hefta útbreiðsluna. Segir hún að sjúkt fullorðið fólk sé að halda þessum leikjum að áhrifagjörnum börnum.

Hún hafi séð myndband af manni á fertugsaldri sem sýnir börnum út á hvað leikurinn gangi og hvetji þau til að prófa. Slík hegðun eigi að vera refsiverð og breyta þurfi löggjöf svo hægt sé að sækja fólk til saka fyrir slíkt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran