fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Bólginn getnaðarlimur og verkir í endaþarmi meðal einkenna apabólu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 20:00

Apabóla veldur meðal annars sárum á borð við þessi. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar upplýsingar eru nú komnar fram um apabólu og einkenni hennar. Áður var talið að einkenni sjúkdómsins líktust einna helst inflúensueinkennum en niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að sjúkdómurinn getur valdið miklum bólgum á getnaðarlim og verkjum í endaþarmi. Svo miklum að leggja þurfi sjúklinga inn á sjúkrahús.

Rannsóknin var nýlega birt í breska vísindaritinu BMJ. Fram að þessu var talið að helstu einkenni apabólu, sem lét venjulega aðeins á sér kræla í Afríku, væru máttleysi, hiti, höfuðverkur og beinverkir. Eftir nokkurra daga veikindi koma síðan blöðrur á sjúklingana.

Í nýju rannsókninni kemur fram að af þeim 197 körlum, sem tóku þátt í henni, hafi 20 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna bólgu í getnaðarlimi og verkja í endaþarmi.

Karlarnir eru allir nema einn samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir en sjúkdómurinn hefur aðallega lagst á samkynhneigða karla utan Afríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill