fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Bólginn getnaðarlimur og verkir í endaþarmi meðal einkenna apabólu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 20:00

Apabóla veldur meðal annars sárum á borð við þessi. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar upplýsingar eru nú komnar fram um apabólu og einkenni hennar. Áður var talið að einkenni sjúkdómsins líktust einna helst inflúensueinkennum en niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að sjúkdómurinn getur valdið miklum bólgum á getnaðarlim og verkjum í endaþarmi. Svo miklum að leggja þurfi sjúklinga inn á sjúkrahús.

Rannsóknin var nýlega birt í breska vísindaritinu BMJ. Fram að þessu var talið að helstu einkenni apabólu, sem lét venjulega aðeins á sér kræla í Afríku, væru máttleysi, hiti, höfuðverkur og beinverkir. Eftir nokkurra daga veikindi koma síðan blöðrur á sjúklingana.

Í nýju rannsókninni kemur fram að af þeim 197 körlum, sem tóku þátt í henni, hafi 20 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna bólgu í getnaðarlimi og verkja í endaþarmi.

Karlarnir eru allir nema einn samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir en sjúkdómurinn hefur aðallega lagst á samkynhneigða karla utan Afríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 1 viku

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 1 viku

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna