fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Pressan

Bólginn getnaðarlimur og verkir í endaþarmi meðal einkenna apabólu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 20:00

Apabóla veldur meðal annars sárum á borð við þessi. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar upplýsingar eru nú komnar fram um apabólu og einkenni hennar. Áður var talið að einkenni sjúkdómsins líktust einna helst inflúensueinkennum en niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að sjúkdómurinn getur valdið miklum bólgum á getnaðarlim og verkjum í endaþarmi. Svo miklum að leggja þurfi sjúklinga inn á sjúkrahús.

Rannsóknin var nýlega birt í breska vísindaritinu BMJ. Fram að þessu var talið að helstu einkenni apabólu, sem lét venjulega aðeins á sér kræla í Afríku, væru máttleysi, hiti, höfuðverkur og beinverkir. Eftir nokkurra daga veikindi koma síðan blöðrur á sjúklingana.

Í nýju rannsókninni kemur fram að af þeim 197 körlum, sem tóku þátt í henni, hafi 20 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna bólgu í getnaðarlimi og verkja í endaþarmi.

Karlarnir eru allir nema einn samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir en sjúkdómurinn hefur aðallega lagst á samkynhneigða karla utan Afríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 2 dögum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu