fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Tólf ára stúlka nagaði dögum saman í sundur reipi og slapp – Lögregla fékk áfall við húsleitina

Pressan
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. ágúst síðastliðin kom ökumaður auga á stúlku á gangi. Um er að ræða fáfarinn sveitaveg í Alabama fylki í Bandaríkjunum og fátítt að rekast þar á fólk á gangi. Hvað þá unga stúlku, ráfandi um veginn, augljóslega illa haldin. Ökumaðurinn stöðvaði bifreið sína og ók beint á næstu lögreglustöð. 

Byrlað lyfjum og áfengi

Stúlkan reyndist vera 12 ára gömul og hefur nafn hennar ekki verið gefið upp vegna ungs aldurs hennar. Henni var strax komið undir læknishendur. Hún var í miklu áfalli en tókst þó að segja lögreglu að henni hefði verið rænt og bundin við rúm. Móður hennar og bróður hafði einnig verið rænt en vissi hún ekki um afdrif þeirra. 

Henni höfðu verið byrluð henni lyf, neytt ofan í hana áfengi og ítrekað misnotuð kynferðislega. Læknisrannsókn staðfesti að telpan hefði orðið fyrir skelfilegum misþyrmingum. 

Hjólhýsið sem glæpirnir voru framdir í.

Hryllileg aðkoma

Þegar að telpan var búin að jafna sig nóg til að tala við lögreglu, sagðist hún geta vísað þeim á staðinn þar sem henni hefði verið haldið. 

Stúlkan fór með lögreglu að hjólhýsi en aðkoman þar var mun hryllilegri en nokkurn hefði órað fyrir.

Þar voru tvö lík, bæði töluvert rotnuð og ljóst að þau höfðu verið látin í þó nokkrun tíma. 

Líkin höfðu einnig verið sundurlimuð.

Líkin reyndust vera af móður stúlkunnar og bróður. Móðirin hét Sandra Vazquez Ceja en nafn bróðursins hefur ekki verið gefið upp, frekar en systur hans. Aðeins að hann hafi verið undir 14 ára að aldri. 

Jose Pascual-Reyes

Átti í ástarsambandi við mömmuna

Stúlkunni hafði að rænt 24. júlí síðastliðin ásamt móður sinni og bróður. Það er sennilegt en ekki öruggt, að sama dag hafi móðir verið hennar kæfð með kodda en bróðir hennar barinn til bana. 

Stúlkan man ekkert eftir hryllingnum  enda var henni haldið undir áhrifum lyfja og áfengis strax frá ráninu. Auk þess að vera misnotuð hafði hún verið ítrekað barin og reyndist hún með þó nokkuð mikla höfuðáverka þegar að hún fannst. 

Íbúi hjólhýsins reyndist vera hinn 37 ára gamli José Paulino Pascual-Reyes, byggingaverkamður sem hafði átt í ástarsambandi við móður stúlkunnar. 

Allri fjölskyldunni var rænt,

Ekkert minna en kraftaverk

Hann hefur verið kærður fyrir mannrán, líkamsárásir, morð og misþyrimgar á líkum. Hafi Pascual-Reyes gefið ,,útskýringar” á glæpum sínum, hefur lögregla ekki gefið þær upp. 

Hin 12 ára gamla stúlka náði að sleppa með því að naga í sundur reipin sem héldu henni, dag eftir dag. Í hvert skipti sem hún hafði nóg meðvitund beit í reipin og nagaði þau í örvæntingu sinni.

Ekki bara eyðilögðust spangirnar hennar við aðfarirnar heldur munu tennur hennar vera illa farnar. 

Yfirvöld í Alabama segja að miðað við allt sé líðan stúlkunnar þokkaleg og er hún á ótilgreinum stað undir umsjá lækna og sálfræðinga.

Lögreglustjóri sýslunnar segist aldrei hafa heyrt um slíkan hetjuskap og þann sem stúlkan sýndi og björgun hennar sé ekkert minna en kraftaverk. 

Jimmy Abbet lögreglustjóri segir stúlkuna hetju.

Fleiri grunaður um þáttöku

Samkvæmt fréttum CBS bjuggu fleiri í hjólhýsinu en Pascual-Reyes en þegar að lögregla réðst til inngöngu var þar engan að finna. Bæði alríkislögreglan og fleiri alríkisstofnanir hafa nú komið að rannsókn málsins enda liggur fyrir grunur um að fleiri hafi komið að glæpnum. 

Pascual-Reyes er nú í haldi og óljóst hversu viljugur hann er að tala við rannsóknaraðila.

Talsmenn lögreglu segjast lítið geta tjáð sig opinberlega vegna rannsóknarhagsmuna en segjast vera þess fullvissir að mun fleiri verði handteknir vegna málsins. Ljóst er að eitthvað skelfilegt átti sér stað í þessar tvær vikur en hversu margir gerendur voru og hverjir glæpir þeirra nákvæmlega voru eru enn ekki vitað.

Uppi eru kenningar um Pascual-Reyes hafi þegið peninga frá einstaklingum til að misnota stúlkuna en ekki er hægt að útiloka að netglæpir hafi átt sér stað. Eða jafnvel hvoru tveggja. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað