fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Gefa út viðvörun – Mestu þurrkar í Evrópu í 200 ár

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 08:00

Áin Pó á Ítalíu er ekki svipur hjá sjón þessa dagana vegna þurrka. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn ESB hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við minni uppskeru í haust en í venjulegu árferði. Ástæðan er hinir miklu þurrkar sem hafa herjað á álfuna síðustu vikur og mánuði.

Hár hiti og þurrkar hafa valdið miklum skógar- og gróðureldum víða í álfunni. Sömuleiðis hafa mörg vötn og ár orðið fyrir áhrifum af þessu veðurfari og vatnsborðið í þeim minnkað mikið. The Guardian segir að í sumum ríkjum séu þurrkarnir í ár þeir mestu í 200 ár og það stefnir í að þeir verði þeir verstu í 500 ár.

Í Suður-Evrópu er svo mikill vatnsskortur að bændur á Ítalíu og í Frakklandi hafa áhyggjur af uppskeru ársins. Evrópska þurrkastofnunin segir að 45% af álfunni glími nú við þurrka, þar af eru þurrkarnir í 15% álfunnar flokkaðir sem alvarlegir. Dagbladet skýrir frá þessu.

Í Frakklandi var úrkoman í júlí aðeins 9,7 mm sem er 84% minni úrkoma en að meðaltali í júlí frá 1991 til 2021. Þetta hefur valdið því að bráður vatnsskortur er í 62 héruðum og í rúmlega 100 sveitarfélögum er ekki lengur rennandi drykkjarvatn.

Ítalir hafa glímt við hitabylgju síðan í maí. Það hefur nú haft í för með sér að í Mílanó hafa borgaryfirvöld bannað fólki að þvo bíla sína og vökva garða. Einnig hefur verið skrúfað fyrir alla gosbrunna í borginni. Luca Mercalli, formaður samtaka ítalskra veðurfræðinga, sagði að engin gögn frá síðustu 230 árum sýni nokkuð líkt þeim þurrkum og hita sem hefur herjað á Ítali á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig