fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Fjölskyldan tók óafvitandi eitraðan minjagrip með heim frá Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 21:00

Hér er verið að sækja höggorminn í boxið. Mynd:Dýraeftirlitið, Zuidoost Drenthe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hollensk fjölskylda kom heim nýlega úr fríi í Svíþjóð hafði hún óafvitandi tekið eitraðan minjagrip með.

Fjölskyldan fór akandi til og frá Svíþjóð. Þegar hún kom aftur heim til Emmen og byrjaði að tæma bílinn fékk hún áfall.

Þegar búið var að taka töskur og pinkla inn var ekki annað eftir en að tæma „tengdamömmuboxið“ á toppi bifreiðarinnar. Þau opnuðu það og lokuðu strax aftur.

Ástæðan var að í boxinu var svört slanga sem sýndi þeim höfuð sitt.

Skýrt er frá þessu á Facebooksíðu dýraeftirlitsins í Zuidoost Drenthe en starfsmenn þess urðu að koma fjölskyldunni til aðstoðar.

Hann er eitraður þessi. Mynd:Dýraeftirlitið Zuidoost Drenthe

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo vel vildi til að einn starfsmanna dýraeftirlitsins hefur mikla reynslu af slöngum og vissi hvernig átti að nálgast hana og taka á henni.

Þetta reyndist vera svartur höggormur. Hann var ekki sérstaklega sáttur við að vera dreginn út úr hlýjunni í „tengdamömmuboxinu“ og beit því starfsmanninn. Hann var með þykka hanska sem bitið fór ekki í gegnum. Hann náði höggorminum og var hann settur í kassa.

Höggormurinn er nú í vörslu dýraeftirlitsins og verður þar til ákveðið hefur verið hver örlög hans verða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna