fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Pressan

Fjölskyldan tók óafvitandi eitraðan minjagrip með heim frá Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 21:00

Hér er verið að sækja höggorminn í boxið. Mynd:Dýraeftirlitið, Zuidoost Drenthe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hollensk fjölskylda kom heim nýlega úr fríi í Svíþjóð hafði hún óafvitandi tekið eitraðan minjagrip með.

Fjölskyldan fór akandi til og frá Svíþjóð. Þegar hún kom aftur heim til Emmen og byrjaði að tæma bílinn fékk hún áfall.

Þegar búið var að taka töskur og pinkla inn var ekki annað eftir en að tæma „tengdamömmuboxið“ á toppi bifreiðarinnar. Þau opnuðu það og lokuðu strax aftur.

Ástæðan var að í boxinu var svört slanga sem sýndi þeim höfuð sitt.

Skýrt er frá þessu á Facebooksíðu dýraeftirlitsins í Zuidoost Drenthe en starfsmenn þess urðu að koma fjölskyldunni til aðstoðar.

Hann er eitraður þessi. Mynd:Dýraeftirlitið Zuidoost Drenthe

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo vel vildi til að einn starfsmanna dýraeftirlitsins hefur mikla reynslu af slöngum og vissi hvernig átti að nálgast hana og taka á henni.

Þetta reyndist vera svartur höggormur. Hann var ekki sérstaklega sáttur við að vera dreginn út úr hlýjunni í „tengdamömmuboxinu“ og beit því starfsmanninn. Hann var með þykka hanska sem bitið fór ekki í gegnum. Hann náði höggorminum og var hann settur í kassa.

Höggormurinn er nú í vörslu dýraeftirlitsins og verður þar til ákveðið hefur verið hver örlög hans verða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi