fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Grunaður raðmorðingi handtekinn í Nýju-Mexíkó – Fjórir múslimar liggja í valnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Nýju-Mexíkó hefur handtekið 51 árs afganskan karlmann sem býr í Albuquerque. Hann er grunaður um að hafa myrt fjóra múslímska karlmenn á síðustu níu mánuðum.

Lögreglan skýrði frá þessu í nótt og segir að maðurinn hafi nú þegar verið kærður fyrir morðin á Aftab Hussein, 41 árs, og Muhammed Afzaal Hussain, 27 ára. Hussein var myrtur 26. júlí og Hussain 1. ágúst.  Maðurinn er grunaður um tvö morð til viðbótar.

Annað þeirra er morðið á Mohammad Ahmadi, 62 ára, 7. nóvember á síðasta ári en talið er að hann hafi verið fyrsta fórnarlamb morðingjans.

Lögreglan fann nokkur skotvopn heima hjá hinum handtekna. Lögreglan hefur einnig gögn undir höndum sem sanna að maðurinn þekkti fórnarlömbin að einhverju leyti. Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að hugsanlega hafi persónulegar deilur verið orsök morðanna.

The New York Times segir að hugsanleg ástæða fyrir morðunum sé að maðurinn hafi verið reiður yfir því að dóttir hans giftist Síta en hann er sjálfur súnníti.

Morðin voru öll framin í Albuquerque sem er stærsta borg Nýju Mexíkó. Þar búa um 565.000 manns, þar af eru um 5.000 múslimar. Mikil hræðsla hefur ríkt í samfélagi múslima í borginni að undanförnu vegna morðanna en öll fórnarlömbin voru af afgönskum eða pakistönskum uppruna.

Lögreglan segir að segja megi að um fyrirsát hafi verið að ræða í öllum málunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“