fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Sólahringsfrestur nægði ekki foreldrum Archie – Slökkt verður á tækjunum eftir hádegi á morgun

Pressan
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að öllu óbreyttu verður slökkt á tækjunum, sem halda hinum tólf ára gamla breska Archie Batterbee á lífi, klukkan fjórtán í fyrramálið á staðartíma.

Archie hefur legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi síðan í aprílmánuði eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum og varanlegum heilaskaða.

Til stóð að slökkva á tækjunum klukkan tvö í dag eftir að foreldrarnir töpuð málið sínu en á síðustu stundu var þeim veittur frestur út daginn í dag.

Móðir Archie neitar að gefast upp.

Foreldrar Archie eru afar ósátt við niðurstöðu yfirvalda og krefjast þess að fá lengri tíma til að halda áfram baráttu sinni til að hindra að slökkt verði á tækjunum. Læknar hafa staðfest að Archie sé heiladauður og því sé hagsmunum hans best borgið ef tækin sem halda í honum lífi verði tekin úr sambandi.

Þau eru ennfremur afar ósátt að þeim sé synjað að taka hann af spítalanum og þá annaðhvort á líknardeild eða heim til fjölskyldunnar.

Sjá einnig: Áfrýjun foreldra Archie Battersbee synjað – Verður tekinn úr sambandi á morgun

Búið var að ákveða að slökkt yrði á tækjunum kl. 11  í gær á breskum tíma í kjölfar þess að foreldrarnir höfðu tapað máli gegn spítalanum sem annast son þeirra. Aðeins nokkrum mínútum áður slökkva átti á tækjunum var þeim tilkynnt að þau gætu lagt fram frekari gögn hjá sérstakri nefnd en þau þurfa að berast fyrir klukkan 9 í fyrramálið, sem lögmenn segja þeirra segja ekki gefa nægan tíma til undirbúnings.

Archie fannst meðvitundarlaus á heimili móður sinnar, Holly Dance, þann 7. apríl síðastliðinn. Talið er að hann hafi verið að taka þátt í áskorun á samfélagsmiðlum, The Blackout Challenge, sem gengur út á það að þátttakendur setja snæri um háls sinn og reyna að missa meðvitund í stutta stund.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað