fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Færð þú þér oft miðdegisblund? Þá erum við með slæmar fréttir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. júlí 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færð þú þér oft blund þegar þú kemur heim úr vinnu eða skóla? Eða jafnvel þegar þú ert í fríi? Ef svo er þá erum við með slæmar fréttir fyrir þig.

Fólk sem fær sér oft blund virðist vera í aukinni hættu á að fá of háan blóðþrýsting og heilablóðfall. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn CNN.

Michael Grander, klínískur sálfræðingur sem vann ekki að rannsókninni, sagði að þrátt fyrir að það sé í sjálfu sér ekki skaðlegt að fá sér blund þá geri margir það vegna þess að þeir sofi illa á nóttunni. Slæmur nætursvefn tengist lélegu heilsufari og blundur dugir ekki til að bæta hann upp sagði hann.

Þeir þátttakendur í rannsókninni, sem fengu sér oft miðdegisblund, voru 12% líklegri til að fá háan blóðþrýsting með tímanum og 24% líklegri til að fá heilablóðfall en þeir sem aldrei fengu sér blund.

Í rannsókninni var unnið með gögn 360.000 manns sem höfðu deilt upplýsingum um blundvenjur sínar með UK Biobank sem er mjög stór gagnabanki sem er notaður við rannsóknir og fleira.

Í rannsókninni var aðeins horft til hvort og þá hversu oft fólk fékk sér blund en ekki hversu langur hann væri. Rannsóknin byggist einnig á skráningum þátttakendanna sjálfra.

Raj Dasgupta, lektor við Keck læknadeild háskólans í Suður-Kaliforníu, sagði að það sé ekki hægt að kalla það blund þegar þegar fólk sofi í eina til tvær klukkustundir. Fólk eigi að reyna að takmarka svefninn við 15 til 2o mínútur, fá sér „powernap“ á tímabilinu frá miðnætti til 14 ef það vantar upp á svefninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran