fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Þjóninum brá mjög þegar hann sá kvittunina

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 07:59

Þetta er ansi rausnarlegt þjórfé.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fór Eric Smith á Alfredo‘s Cafe í Scranton í Pennsylvania í Bandaríkjunum og fékk sér heimagert stromboli. Mariana Lambert, þjónustustúlka, stóð agndofa þegar Smith gerði upp reikning sinn að máltíðinni lokinni.

Hann var svo ánægður með matinn og þjónustuna að hann ákvað að gera vel við starfsfólkið, mjög vel. Þegar kom að því að greiða fyrir veitingarnar bætti hann 3.000 dollurum við sem þjórfé.  Það svarar til um 410.000 íslenskra króna.

Þetta verður að teljast rausnarlegt þjórfé fyrir máltíð sem kostaði 13,25 dollara.

CNN hefur eftir Matt Martini, yfirmanni hjá Alfredo‘s, að Lambert hafi komið inn á skrifstofu hans og hafi verið með tár í augunum og hafi skolfið og sagt honum að viðskiptavinur hafi gefið henni 3.000 dollara í þjórfé.

Smith sagði starfsfólkinu að hann stundaði viðskipti með rafmyntir og að hann vildi bara reyna að skila einhverju aftur til samfélagsins.

Martini sagði að peningarnir hafi komið sér mjög vel fyrir Lambert sem hefur unnið á staðnum í tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tesla ekki lengur stærsti rafbílaframleiðandi heims

Tesla ekki lengur stærsti rafbílaframleiðandi heims
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn