fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Hefur rekið linnulaust við í fimm ár – Krefst rúmlega 30 milljón króna skaðabóta

Pressan
Laugardaginn 23. júlí 2022 10:10

Tyrone Prades ásamt eiginkonu sinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrone Prades, 46 ára breskur fjölskyldufaðir, ákvað að kaupa sér snarl, skinkuloku (e. ham roll) á sölubás á jólamarkaði í Birmingham árið 2017. Hann veiktist í kjölfarið og hefur síðastliðinn fimm ár leyst vind ótt og títt. Daily Mail greinir frá því að Prades hafi nú ákveðið að höfða mál gagnvart rekstraraðila jólamarkaðarsins og krefst 200 þúsund punda, rúmlega 32 milljóna króna, í skaðbætur.

Skömmu eftir að Prades borðaði hinn örlagaríka skyndibita fékk hann heiftarlegan magaverk og í kjölfarið mikinn hita auk uppkasta og niðurgangs. Hann var greindur með salmónellusýkingu og var rúmliggjandi í fimm vikur. Raunum Prades lauk þó ekki þar, eftir að hann náði bata hefur hann leyst vind í gríð og erg sem hefur valdið honum miklum óþægindum í atvinnu- og einkalífi.

Forsvarsmenn jólamarkaðarins hafa viðurkennt að í kjölfar atviksins hafi fundist E.colí-baktería á hníf í bássnum og í kjölfarið hafi svæðið allt verið djúphreinsað. Hins vegar sé með öllu ósannað að Prades hafi orðið fyrir salmónellusmitinu á jólamarkaðinum.

Réttarhöld í málinu standa yfir en í framsögu sinni sagði lögmaður Prades að hann upplifði mikla skömm vegna vandamálsins sem truflaði meðal annars nætursvefn hans.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“