fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Ætla að safna saman herliði 1 milljón manna til þess að ná hernumdum svæðum af Rússum

Pressan
Mánudaginn 11. júlí 2022 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hyggjast safna saman gríðarlegu herliði, allt að 1 milljón hermanna, til þess að sækja til suðurs og ná aftur landssvæðum sem Rússar hafa hernumið. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky-fréttastofunnar en í henni kemur fram að hið ógnarstóra herlið verði búið vopnum frá vestrænum bandamönnum Úkraínumann.

Haft er eftir Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, að Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseta, sé mikið í mun að ná landssvæðunum til baka. „Við áttum okkur á því að pólitískt séð þá er þetta mjög mikilvægt fyrir landið okkar. Forsetinn hefur fyrirskipað að yfirmenn hersins setjist við teikniborðið og geri áætlanir,“ segir Reznikov.

Hann gagnrýndi þó að vopn væru að berast hægar frá Vesturlöndum en vonast hefði verið til en sagði Breta þó standa upp úr varðandi stuðning til Úkraínumanna og minntist þá sérstaklega á breska varnarmálaráðherrann Ben Wallace.

Á sama tíma berast þau tíðindi að Rússar ásælist nærsveitir úkraínsku stórborgarinnar Kharkiv í samnefndu héraði, og ætla að gera það að sínu.

„Þetta er búið að vera langt ferli, einn og hálfur mánuður, en við höfum náð árangri. Úkraína var að berjast með 30 ára gömlum sovétvopnum. Við breyttum því á þremur mánuðum. Hinsvegar þurfum við fleiri vopn, og það hratt, til að bjarga lífum hermanna okkar,“ sagði Reznikov ennfremur.

Þá fjallar Sky einnig um að nýlegar upplýsingar bendi til þess að fjölmargir hermenn í liði Rússa séu orðnir uppgefnir enda margir hverjir verið í víglínunni frá því að innrásin hófst. Skortur sé á skipulögðum leyfum til þess að hvíla hermenn sem séu „andlega og líkamlega búnir á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Í gær

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há