fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Hunsuðu áköll um miskunn og aflífuðu tvo fíkniefnasmyglara

Pressan
Föstudaginn 8. júlí 2022 09:00

Hópur mótmælenda fyrir framan dómshús í Kuala Lumpur, höfuðborgar Malasíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir fíkniefnasmyglarar voru hengdir í Singepore í nótt fyrir glæpi sína . Asíuríkið er þekkt fyrir afar harða fíkniefnalöggjöf en dauðarefsing liggur við slíku smygli. Stjórnvöld hunsuðu þar með ákall mannréttindasamtaka sem höfðu grátbeðið um miskunn til handa hinum dæmdu smyglurum. Aftökurnar hafa í kjölfarið verið fordæmdar af mannréttindasamtökum víða um heim.

Um er að ræða fjórðu aftökuna vegna fíkniefnasmygls á árinu. Hinir látnu hétu Noasharee bin Gous, sem var 48 ára gamall og frá Singapore, og Kalwant Singh, 31 árs gamall og frá Malasíu. Singh var dæmdur fyrir að hafa um 60 grömm af heróíni undir sínum höndum auk þess að hafa smyglað 120 grömmum af efninu til landsins. Bin Gous var dæmdur fyrir að selja öðrum manni þessi 120 grömm af efninu. Varðandi heróín er fíkniefnalöggjöf landsins á þá leið að allir sem smygla yfir 15 grömmum af efninu til landsins eru dæmdir til dauða.

Hinir dæmdu höfðu reynt allar mögulegar áfrýjanir til þess að snúa dómum sínum við en alls liðu um sex ár frá upphaflegum dómi þeirra og fram að aftökunum.

Aðeins mánuður er liðinn frá því að stjórnvöld í Singapore heimiluðu aftöku á á greindarskertum manni sem var handtekinn fyrir fíkniefnasmygl. Sú ákvörðun var afar umdeild, þó ekki sé dýpra í árina tekið. Sá látni hét Nagaenthran K. Dharmalingam og var 34 ára gamall frá Malasíu. Læknar höfðu metið hann með greindarvísitölu upp á 69 sem flokkast sem væg greindarskerðing.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál