fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Sérfræðingur segir að svona geti lögreglan hugsanlega leyst mál Madeleine McCann

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. maí 2022 14:00

Madeleine McCann. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Chancellor, sem starfaði hjá bresku lögreglunni við vettvangsrannsóknir, segir að hugsanlega sé hægt að leysa mál Madeleine McCann sem var rænt úr sumarleyfisíbúð í Algarve í maí 2007. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Þýska lögreglan er sannfærð um að Christian B., þekktur barnaníðingur og ofbeldismaður, hafi myrt hana.

Lítið hefur komið fram um hvaða sönnunargögn þýska lögreglan er með en þó skýrði stjórnandi rannsóknar hennar frá því nýlega að lögreglan hefði góð sönnunargögn. Hafa erlendir fjölmiðlar sagt að um hluta úr náttfötum Madeleine sé að ræða og hafi þeir fundist í húsbíl Christian B.

Í samtali við The Sun deildi Chancellor hugmyndum sínum um hvernig lögreglan geti fundið sönnunargögn í málinu og benti á að stór mál leysist oft vegna smávægilegra sönnunargagna.

Chancellor vann mikið við rannsóknir gamalla sakamála þar sem lögreglan hafði lítið komist áfram við rannsóknina. Hann stingur upp á aðferðum sem sé hægt að nota til að finna hár og efni úr fatnaði.

Hann segir að best sé að nota límpúða til að finna hár og efni úr fatnaði á yfirborði hluta. En þegar um djúpar sprungur eða rifur sé að ræða sé best að nota sterkt límband.

Hann segir einnig að gott sé að nota handryksugu með sérstakri síu. Það telur hann hugsanlega vera eina möguleikann í þessu máli við rannsókn á húsbíl Christian B. Hægt sé að nota ryksuguna til að finna sönnunargögn í bílnum.

Hann hrósar lögreglunni einnig fyrir þolinmæði við rannsóknina sem hefur nú staðið yfir í 15 ár. „Það vekur aðdáun mína að svo miklum tíma hafi verið varið í þetta og segi enn að rannsókninni sé ekki lokið,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað