Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Goodman hafi sagt að mafíuleiðtogarnir hafi haft áhuga á loftslagsmálum til að halda yfirborði vatnsins háu og þar með hinum látnu ofan í vatninu.
En þeim varð ekki að ósk sinni því yfirborð vatnsins hefur lækkað um rúmlega 52 metra síðan 1983.
Vatnið er manngert og er því kannski frekar uppistöðulón. Það sér 40 milljónum íbúa í Nevada og nærliggjandi ríkjum auk hluta Mexíkó fyrir vatni. Nú er svo komið að vatnsmagnið er aðeins um 30% af því sem það var þegar best lét.
Goodman sagði að það „sé engin leið að segja til um hvað við munum finna í Lake Mead“ og að vatnið sé „ekki slæmur staður til að henda líki í“.
Nýlega fannst tunna með líki í en talið er að viðkomandi hafi verið skotinn til bana á níunda áratugnum. Um síðustu helgi fundu tvær systur mannabein um 14 km frá þeim stað sem tunnan fannst á.