fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Dauðsföll og sjálfsvíg – Nú er búið að senda hluta áhafnarinnar heim

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 07:50

USS George Washington í fararbroddi skipadeildar sinnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var hluta áhafnar bandaríska flugmóðurskipsins USS George Washington tilkynnt að hún verði send heim. Ástæðan er að nokkrir áhafnarmeðlimir hafa látist síðasta árið. Sumir hafa tekið eigið líf en ekki hefur verið skorið úr um hvað varð öðrum að bana.

Skipstjóri skipsins tilkynnti því áhöfninni að allt að 260 sjóliðar verði sendir heim. ABC News skýrir frá þessu.

Síðasta árið hafa sjö úr áhöfninni látist. Þar af tóku fjórir líklega eigið líf. Talsmaður flotans sagði ABC News að andlát tveggja tengist heilsufari þeirra, eitt andlát hafi ekki verið skýrt, eitt sjálfsvíg hafi verið staðfest og líklegt sé talið að þrír til viðbótar hafi framið sjálfsvíg.

Fjögur dauðsfallanna áttu sér stað á síðasta ári en þrjú síðustu í apríl á þessu ári.

Áður höfðu margir úr áhöfninni skýrt frá „skelfilegum vinnuaðstæðum“ um borð og því hafa yfirmenn sjóhersins nú gripið til aðgerða. Í því felst meðal annars að allt að 260 sjóliðar verða sendir heim og verða þeir aðstoðaðir við að koma sér fyrir á nýjum stað en þeir eiga ekki afturkvæmt á skipið. Flotinn ætlar einnig að leggja meiri áherslu á að gæta að andlegri líðan áhafnarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Í gær

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“