fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Pressan

Dönsk stjórnvöld kaupa 2 milljónir joðtaflna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 08:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa keypt tvær milljónir joðtaflna til notkunar ef svo illa fer að geislavirk efni berist út í andrúmsloftið nærri Danmörku. Kaupin eru byggð á spá almannavarna landsins um líkurnar á að það gerist.

Í fréttatilkynningu frá heilbrigðisyfirvöldum segir að bæði heimsfaraldur kórónuveirunnar og stríðið í Úkraínu hafi sýnt að mikilvægt sé að vera undir allt búinn.

Greining almannavarna sýndi að þörf er á fleiri joðtöflum og því hafa tvær milljónir taflna verið keyptar. Þær verða geymdar á lager og verður dreift til áhættuhópa ef svo illa fer að geislavirk efni berist til Danmerkur í hættulegu magni.

Joðtöflur virka aðeins ef geislavirka efnið inniheldur geislavirkt joð og því á ekki að nota þær ef geislavirka efnið inniheldur ekki joð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin