fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Ekki henda tepokunum – Þeir koma að góðu gagni í garðinum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. apríl 2022 12:00

Tepokar eru til margra hluta nytsamlegir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki henda tepokunum eftir notkun. Þeir eru litlar áburðarbombur sem gera gróðrinum gott og ekki skemmir fyrir að mýs eru ekki hrifnar af þeim.

Það er því óhætt að segja að telauf, sem eru þurrkuð og notuð í heita drykki, hætti ekki að gera gagn eftir að búið er nota þau í drykkinn. Það er hægt að nota þau aftur í garðinum. Þetta kemur fram í umfjöllun Veggie Gardener.

Fram kemur að tepokarnir geri mest gagn í safnhaugnum eða í blómabeðinu. Ástæðan er að ormar eru sólgnir í þau og éta þau. Þeir melta þau og skila út í jarðveginn sem hraðar síðan niðurbrotinu í jarðveginum.

En það eru ekki allir tepokar sem henta til notkunar í garðinum. Ef yfirborð þeirra er slétt þá henta þeir ekki til notkunar í garðinum eða safnhaugnum. En það er hægt að opna þá og nota innihaldið. Það er einnig gott að klippa alltaf bandið og miðana af tepokum áður en þeir eru settir út í garð eða safnhauginn til að að pappírinn og hefti endi ekki í jarðveginum.

Ef þú setur tepokana í beðin þá er hægt að grafa þá niður en það er líka hægt að setja þá í vatn aftur og láta liggja í því þar til það breytir um lit. Þá eru góðu efnin úr tepokanum komin í vatnið og ekkert annað að gera en vökva plönturnar með því.

Það er líka hægt að nota tepoka til að þurrka ryk, varlega, af blöðum inniblóma. Þetta er að sögn eins og góður áburður fyrir plönturnar.

Ekki má gleyma að mýs eru ekki hrifnar af tei. Þær sneiða að sögn hjá stöðum þar sem te er og því er hægt að nota tepoka innan- og utandyra til að fæla mýs frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar