fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Pressan

Ný rannsókn – Parasetamól getur haft neikvæð áhrif á sæðisfrumur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. apríl 2022 16:30

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar dansk/franskrar rannsóknar benda til að notkun parasetamóls geti dregið úr möguleikum karla á að barna konur.

Í fréttatilkynningu frá danska ríkissjúkrahúsinu kemur fram að rannsóknin hafi leitt í ljós að það að innbyrða mikið magn af parasetamóli geti haft áhrif á virkni sæðisfrumna og þar með hugsanlega möguleikum karla á að barna konur.

Vísindamennirnir segja að það sé í raun ekki sjálft parasetamólið sem sé vandinn. Það séu umbrotsefni, sem parasetamól breytist í í sæði karla, sem trufli eðilega starfsemi sæðisfrumna.

Segja vísindamennirnir að þetta sé hugsanleg skýring á niðurstöðum eldri bandarískra rannsókna sem hafa sýnt að karlar, sem hafa notað mikið af parasetamóli, eigi erfitt með að barna konur.

„Þessi hugsanlegu tengsl hafa valdið okkur áhyggjum en við gátum ekki útskýrt þetta,“ er haft eftir David Møbjerg Kristensen, rannsóknastjóra hjá ríkissjúkrahúsinu, í fréttatilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin