fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Pressan

Nýtt sýklalyf gæti gert út af við ofurbakteríur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. apríl 2022 12:00

Sveppasýkingar geta verið mjög slæmar og slæmt ef ekki er hægt að nota sýklalyf gegn þeim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilraunir vísindamanna með nýtt sýklalyf lofa góðu. Lyfið virðist geta unnið á ofurbakteríum, það er að segja bakteríum sem eru ónæmar fyrir þeim sýklalyfjum sem nú eru notuð. Í tilraunum tókst vísindamönnum að láta nýja lyfið eyða MRSA sem er ónæm fyrir fjölda sýklalyfja. Tilraunirnar voru gerðar á músum. Vonast er til að þetta greiði leiðina fyrir notkun sýklalyfsins á mönnum.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að það séu breskir vísindamenn sem hafa unnið að nýrri útgáfu teixobactin sameindarinnar en talið er að hún geti drepið bakteríur án þess að skemma vefi spendýra. Niðurstöður tilrauna benda að minnsta kosti til þess.

Við tilraunir á músum gerði lyfið út af við MRSA, sem er þekkt ofurbaktería sem er ónæm fyrir fjölda mikið notaðra sýklalyfja.

Sky News segir að Teixobatctin hafi fyrst verið nefnt sem „byltingarkennt“ sýklalyf 2015 en í nýju rannsókninni hafi verið búin til ný „gervi“ útgáfa af lyfinu. Hægt er að geyma þessa „gervi“ útgáfu við stofuhita en það auðveldar notkun lyfsins til mikilla muna. Í nýju útgáfu lyfsins er búið að skipta ákveðnum amínósýrum út með ódýrari efnum. Með þessu segja vísindamenn að tekist hafi að lækka hráefniskostnaðinn mjög mikið.

Árið 2019 létust rúmlega 1,2 milljónir manna af völdum ónæmra baktería. Þetta kemur fram í rannsókn sem var birt í vísindaritinu The Lancet í janúar 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar