fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Musk skorar Pútín á hólm – Gjörvöll Úkraína er undir í bardaganum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. mars 2022 16:30

Elon Musk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkasti maður heims, Elon Musk, er þekktur fyrir að fara mikinn á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann tjáir sig óspart um menn og málefni. Hann hefur látið sig stríðið í Úkraínu varða og notað hvert tækifæri til þess að hjóla í Vladimir Pútín og fylgismenn hans.

Nýjasta röð tísta frá Musk hefur vakið talsverða athygli en rétt fyrir hádegi í morgun skoraði hann Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, á hólm. Í tístinu, sem er bæði á ensku og rússnesku, kemur fram að gjörvöll Úkraína verði undir í bardaganum.

 

Síðustu daga Musk sent hvatningu til Úkraínumanna sem og samúðarkveðjur til rússnesk almennings sem auðjöfurinn fullyrðir að vilji ekki stríðið í Úkraín eigi sér stað.

Þá hefur hann stuðlað að því að Úkraínumenn haldi internetsambandi í landinu í gegnum Starlink-gervihnetti sem fyrirtæki hans Space-X kom nýverið á braut um jörðu. Þakkaði Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, Musk sérstaklega fyrir hans framlag og bauð honum að heimsækja Úkraínu hið fyrsta.

Musk hefur skrifað þó nokkrar athugasemdir við áskorun sína þar sem hann segir að honum sé full alvara og til að undirstrika hann merkir hann opinberan Twitter-reikning forsetaembættisins í Rússlandi og spyr hvort embættið samþykki þetta einvígi.

Borgarstjóri Kænugarðs – höfuðborgar Úkraínu – fyrrum þungarviktarkappinn Vitaly Klitschko, virðist hrifinn af þessari hugmynd en hann skrifaði athugasemd þar sem hann birti þrjár tjákn myndir af krepptum handlegg.

Dmitry Rogozin, yfirmaður rúss­nesku geim­stofn­un­ar­inn­ar Roscosmos og náinn vinur Pútíns, hefur líka skrifað athugasemd. Þar vísar hann í frægt ævintýri eftir rússneska skáldið Alexander Pushkin um vinnumanninn Balda sem plataði sjávarpúka til að keppa við héra í hlaupi með orðunum að púkinn væri ungur og veikburða og ætti ekkert í Balda sjálfan, betra væri ef púkinn keppti við hérann. Ólíkt öðru vinsælu ævintýri vinnur hérinn í þessu kapphlaupi.

Samkvæmt einni enskri þýðingu á ljóðinu er tilvitnunin sem Rogozin birti svohljóðandi:

Thoudevilkin, art but young and frail;
Dost thou strive with methou wilt only fail;
It is time and labor lost for thee;
Outstrip my brother, and thou shalt see!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing