fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Eltast við óvenjulegan innbrotsþjóf – 250 kíló og kafloðinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 13:00

Svartbjörn. Mynd:US Fish and Wildlife Service

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu sjö mánuði hefur „Hank the Tank“ brotist inn í að minnsta kosti 28 hús í Tahoe Keys nærri South Lake Tahoe í Kaliforníu. Í heildina hefur hann valdið umtalsverðu tjóni í 33 tilfellum. „Hank the Tank“ er óvenjulegur innbrotsþjófur því hann er um 250 kíló og kafloðinn en hann er svartbjörn sem hefur komist upp á lag með að brjótast inn á heimili fólks til að verða sér úti um mat.

Washington Post segir að samkvæmt upplýsingum frá The Californian Department of Fish and Wildlife sé nú reynt að veiða björninn í gildru en hann er sagður auðþekkjanlegur vegna þess hversu stór hann er en meðalþyngd fullorðinna karldýra er um 125 kíló. Hann er sagður hafa áttað sig á að mat sé að finna á heimilum fólks og sé ekki lengur hræddur við fólk, nú tengi hann það við aðgengi að mat.

Lögreglan segir að á föstudaginn hafi honum tekist að „troða sér inn“ um lítinn glugga á húsi einu. Tveir lögreglumenn fóru á vettvang og börðu húsið að utan þar til Hank skaust út um bakdyr og á brott. Lögreglan segir að hann brjótist ekki inn í bílskúra þar sem fólk geymir rusl, heldur brjótist hann inn á heimilin sjálf.

Ann Bryant, forstjóri Bear League sem eru samtök sem vinna að því að „fræða fólk um sannleikann“ um birni og reyna að forða árekstrum bjarndýra og manna sagði í Facebookfærslu að yfirvöld hafi í hyggju að fella Hank. Hún sagði að þrjú dýraathvörf séu reiðubúin til að vinna með yfirvöldum við að koma Hank „af götunni og á gott heimili“.

Yfirvöld segja að það sé alltaf síðasta úrræðið að fella dýr og verið sé að íhuga hvort hægt sé að senda Hank í dýraathvarf en hafa verði í huga að það geti verið hættulegt fyrir birni því það geti haft miklar og neikvæðar afleiðingar fyrir andlega heilsu þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum