fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Rússneskum netárásum fjölgaði mikið á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. febrúar 2022 14:30

Rússneskir tölvuþrjótar eru til alls vísir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári fjölgaði „vönduðum og áhrifamiklum netárásum“ frá Rússlandi og öðrum fyrrum ríkjum Sovétríkjanna. Þetta segir í sameiginlegri úttekt yfirvalda í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu.

Meðal helstu skotmarka í Bretlandi á síðasta ári voru háskólar og skólar en fyrirtæki, góðgerðasamtök, lögfræðistofur, sveitarfélög og heilbrigðisyfirvöld voru einnig vinsæl skotmörk.  Árásirnar snúast um að komast inn í tölvukerfin, loka fyrir aðgang að gögnum og krefjast „lausnargjalds“.

Stór hluti tölvuþrjóta er frá Rússlandi eða rússneskumælandi. Vesturlönd hafa lengi sakað rússnesk yfirvöld um að loka augunum fyrir þessu vandamáli.

Í úttektinni kemur ekki fram hversu margar tölvuárásir voru gerðar á síðasta ári en breska njósnastofnunin GCHQ sagði á síðasta ári að þær hefðu tvöfaldast. The Guardian skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum