fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Misheppnað uppboð Melania Trump – Lítill áhugi á munum úr hennar eigu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 17:30

Melania er mjög ósátt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melania Trump, eiginkona Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseta, efndi til uppboðs fyrr í mánuðinum þar sem hún bauð upp þrjá hluti úr sinni eigu. Lágmarksboð í munina var 250.000 dollarar en það náðist ekki. Áhuginn á uppboðinu var greinilega mun minni en reiknað hafði verið með.

CNN segir að hvítur hattur, sem Melania notaði í opinberri heimsókn, vatnslitamynd af henni með hattinn og merki með mynd af málverkinu hafi verið boðið upp.

Þegar uppboðinu lauk höfðu aðeins fimm boð borist í munina þrjá, öll nærri 1.800 Solana markinu en Solana er rafmynt sem Trump hafði sett sem skilyrði að yrði notuð til að greiða fyrir hlutina.

Lágmarksboð í Solana voru uppfyllt en samt sem áður náðist 250.000 dollara lágmarkið ekki því á síðustu tveimur vikum, nánast sama tíma og uppboðið stóð yfir, lækkaði gengi Solana um 40%. CNN segir að því hafi aðeins fengist um 170.000 dollarar fyrir munina, 80.000 dollurum minna en upphafsboðin áttu að vera. Talsmenn Melania svöruðu ekki fyrirspurnum CNN um uppboðið eða hversu stór hluti ágóðans af því og fyrri uppboðum hafi runnið til góðgerðarmála en Trumphjónin hafa lýst því yfir að hluti ágóðans eigi að renna til góðgerðarmála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“