fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

James Webb-geimsjónaukinn er kominn á áfangastað

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 08:00

James Webb geimsjónaukinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Webb-geimsjónaukinn er kominn á áfangastað sinn og er nú á sporbraut í 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Reiknað er með að fyrstu myndirnar frá honum berist í sumar.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA skýrði frá þessu í gær. Sjónaukinn er sá öflugasti sem nokkru sinni hefur verið smíðaður en með honum á að vera hægt að nema ljós frá því skömmu eftir Miklahvell fyrir 13,7 milljörðum ára en alheimurinn varð til í Miklahvelli. Með þessu munu vísindamenn öðlast betri skilning á hvernig alheimurinn leit út á upphafsdögum sínum.

Á næstu mánuðum verður aðalspegill sjónaukans prófaður og allskonar prufur fara fram á ýmsum hlutum sjónaukans til að ganga úr skugga um að allt virki eins og það á að gera.

Í sumar hefst síðan vísindavinna sjónaukans. NASA reiknar með að fá fyrstu myndirnar frá honum í júní eða júlí.

Sjónaukanum var skotið á loft frá jörðinni á jóladag með Ariane 5 eldflaug. James Webb leysir Hubble-geimsjónaukann af hólmi en honum var skotið á loft 1990 og var í notkun þar til á síðasta ári.

James Webb er miklu stærri en Hubble og þurfti að brjóta hann saman til að pláss væri fyrir hann í toppi eldflaugarinnar. Síðan hófst flókið ferli við að breiða úr spegli hans og sólskildi. Kostnaðurinn við verkið er rúmlega 10 milljarðar dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað