fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Nefndi son sinn eftir vinnustaðnum sínum – Kannski eitt af undarlegri nöfnum heims

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 07:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en þú lest lengra skaltu staldra við og velta fyrir þér hvað vinnustaðurinn þinn heitir. Væri það nafn viðeigandi fyrir barn? Líklega ekki og þess utan myndu íslensk lög og reglur væntanlega ekki heimila að barn sé nefnt eftir vinnustað.

En það gilda greinilega aðrar reglur í Indónesíu því samkvæmt frétt The Sun þá nefndi hinn 38 ára Samet Wahyudi son sinn eftir vinnustað sínum.

Sonurinn heitir því Statiscal Information Communication Office þegar nafn vinnustaðarins er þýtt yfir á ensku.

Wahyudi hefur starfað hjá stofnuninni í 18 ár og segir sjálfur að hún sé eins og „annað heimili“ hans og eigi skilið að vera hyllt og þá greinilega í því formi að gefa syninum nafn stofnunarinnar.

Hann getur meira að segja framvísað nafnskírteini sonarins þessu til staðfestingar segir The Sun.

En það kemur fram að til að gera lífið einfaldara þá sé drengurinn einfaldlega kallaður Dinko.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá