fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Morðmálið sem skekur Ástralíu – Lík 9 ára stúlku fannst í olíutunnu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 07:10

Charlise Mutten. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrottalegt morðmál hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu síðustu daga. Föstudaginn 14. janúar var tilkynnt um hvarf hinnar níu ára gömlu Charlise Mutten. Lík hennar fannst degi síðar í olíutunnu í óbyggðum norðan við Sydney.

Skömmu eftir að líkið fannst handtók lögreglan Justin Stein, fósturfaðir Charlise, en hann er grunaður um að hafa myrt hana.

Í fyrstu taldi lögreglan að Charlise hefði horfið á fimmtudaginn í Blue Mountains en þar var hún í heimsókn hjá móður sinni og stjúpföður. Hún bjó hjá ömmu sinni nærri Brisbane.

En lögreglan telur að Charlise hafi verið myrt annað hvort þriðjudaginn 11. eða miðvikudaginn 12. janúar. Sem sagt áður en tilkynnt var um hvarf hennar.

Ástralskir fjölmiðlar segja að allt frá því að tilkynnt var um hvarf Charlise hafi lögreglan fylgst vel með Justin Stein. Eftirlitsmyndavélar og staðsetningarbúnaður var notaður til að fylgjast með honum. Á fimmtudaginn keypti hann fjölda 40 kílóa sandpoka. The Sydney Morning Herald hefur eftir Dave Hudson, yfirlögregluþjóni, að síðan hafi Stein reynt að sjóseta bát í höfninni í Sydney. Því næst rakti lögreglan slóð hans til staðarins þar sem lík Charlise fannst. Hudson sagði að lögreglan væri viss um að Stein hafi myrt Charlise.

Grunur beindist að honum vegna mikils munar á framburði hans í tveimur yfirheyrslum í tengslum við rannsókn málsins.

Bæði hann og móðir Charlise, Kallista Mutten, hafa afplánað refsidóma og bæði hafa þau glímt við eiturlyfjafíkn. Kallista hefur legið á sjúkrahúsi síðan tilkynnt var um hvarf Charlise en lögreglan ætlar að yfirheyra hana um leið og hún verður útskrifuð.

Faðir Charlise birti færslu á Facebook þar sem hann kvaddi dóttur sína. „Bless litla fallega stúlkan mín. Ég elska þig svo mikið og ég sakna þín hvern einasta dag. Þú hefur unnið hug og hjarta þjóðarinnar og heimsins,“ skrifaði hann meðal annars að sögn ástralskra fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“