fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Grænlendingar glíma við mikla útbreiðslu kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 08:00

Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd: Oliver Schauf - Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveiran fer nú mikinn á Grænlandi og eru hlutfallsleg smit mun hærri í Nuuk en í þeim dönsku sveitarfélögum þar sem staðan er verst.

KNR skýrir frá þessu. Fram kemur að í Nuuk séu smitin tvisvar til þrisvar sinnum fleiri, miðað við hverja 100.000 íbúa, en í þeim dönsku sveitarfélögum þar sem staðan er verst.

Samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðunni Our World in Data þá eru hvergi fleiri smit á hverja milljón íbúa á Norðurlöndunum en á Grænlandi.

Henrik L. Hansen, landlæknir, segir að þessa mikla útbreiðslu veirunnar megi rekja til þess að hið bráðsmitandi Ómíkronafbrigði hafi borist til landsins með jólaferðalöngum sem hafi síðan blandað geði við fólk við hin ýmsu tilefni um jól og áramót.

Engar kröfur voru gerðar til ferðamanna á milli jóla og nýárs um að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku við komuna til Nuuk. Nú er búið að herða reglurnar og verður fólk að framvísa neikvæðri niðurstöðu sýnatöku þegar það kemur til Nuuk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum