fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 06:03

Wang hefur rætt við fjölmiðla um þetta langa stefnumót. Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Kínverjar hafa kvartað undan matarskorti eftir að yfirvöld gripu til harðra sóttvarnaaðgerða í nokkrum milljónaborgum vegna kórónuveirusmita. Útgöngubann er í gildi og fólk hefur verið lokað inni heima hjá sér dögum saman. Ung kínversk kona, Wang að nafni, hefur til dæmis setið föst heima hjá manni, sem hún fór á blint stefnumót með, í um eina viku. Hún má ekki fara út vegna sóttvarnaaðgerðanna.

BBC segir að foreldrar Wang hafi verið búin að skipuleggja tíu blind stefnumót fyrir hana. Þegar hún fór á það fimmta kom heldur betur babb í bátinn þegar hún ætlaði heim. Því á meðan hún var heima hjá manninum var útgöngubann sett í Zhengzhou, þar sem hún býr, og má hún því ekki yfirgefa íbúðina hans. Þau hafa því eytt síðustu dögum saman.

Hún hefur skýrt frá þessu á samfélagsmiðlum og er orðin ansi þekkt í Kína fyrir vikið. Hún hefur sagt frá því að hún hafi ákveðið að þiggja matarboð hjá manninum því hann sagðist vera góður kokkur. „Eldamennska hans er ekki upp á marga fiska,“ hefur hún þó sagt.

Hún hefur birt myndir af manninum við þrif.

Þau sátu að snæðingi síðasta fimmtudag þegar útgöngubannið var sett á og því hefur stefnumótið dregist á langinn.

Hún hefur birt myndbönd úr sóttkvínni þar sem maðurinn, sem hún hefur ekki nafngreint, sést elda mat, sinna húsverkum og vinna við tölvu. Wang segir að utan þess að hann sé þögull sem gröfin þá sé hann bara alveg ágætur. „Þrátt fyrir að eldamennska hans sé ekki upp á marga fiska þá heldur hann áfram að elda. Mér finnst það gott,“ sagði hún í samtali við kínverska fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?