fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Nýr faraldur? Fyrsta tilfelli „flurona“ var staðfest skömmu fyrir áramót

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 06:05

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir sérfræðingar eru hóflega bjartsýnir á framvindu heimsfaraldursins þessa dagana og telja að þar sem Ómíkronafbrigði veirunnar sé orðið mjög ráðandi sé líklegt að faraldurinn verði ekki eins alvarlegur og stefndi í og að hugsanlega ljúki honum innan ekki svo langs tíma.

Þar sem Ómíkron er bráðsmitandi þá smitast margir og það verður til þess að hjarðónæmi næst fyrr en ella. Auk þess virðist sem veikindi af völdum Ómíkron séu almennt ekki eins alvarleg og til dæmis af völdum Deltaafbrigðisins.

En um leið og við fáum þessar jákvæðu fréttir þá berast síður góðar fréttir því fyrsta tilfelli af „flurona“ hefur nú verið staðfest. Það gerðist á Rabin Medical Center í Petach Tikva í Ísrael í síðustu viku. Eins og nafnið bendir til þá er „flurona“ tilfelli þar sem einstaklingur er smitaður af kórónuveirunni og inflúensu á sama tíma. Orðið er myndað úr enska orðinu „flu“ (flensa) og „rona“ sem er stytting á „corona“.

Samkvæmt frétt Hamodia þá greindist nýbökuð móðir með báðar veirurnar í síðustu viku. Hún var hvorki bólusett gegn kórónuveirunni né inflúensunni. Hún hefur það gott og var útskrifuð af sjúkrahúsi á fimmtudaginn.

The Times of Israel segir að konan hafi ekki orðið alvarlega veik en verið sé að rannsaka hvort það valdi alvarlegum veikindum ef fólk smitast samtímis af báðum sjúkdómum. „Þetta eru sömu sjúkdómarnir. Það eru veirur sem valda þeim og valda öndunarörðugleikum því báðar ráðast á efri hluta öndunarfæranna,“ er haft eftir Arnon Vizhnitser, forstjóra kvensjúkdómadeilar sjúkrahússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið