fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Dómstóll tekur umsókn Breivik um reynslulausn til meðferðar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. janúar 2022 06:59

Anders Breivik hefur sótt um reynslulausn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski öfgahægrimaðurinn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik, sem hefur raunar breytt nafni sínu í Fjotolf Hansen, hefur sótt um reynslulausn. Dómstóll í Skien tekur afstöðu til umsóknarinnar nú í janúar.

Breivik myrti 77 manns í Osló og á Útey i júlí 2011. Hann var dæmdur til 21 árs vistunar í fangelsi en það er hámarksrefsing í Noregi. Samkvæmt lögum geta fangar sótt um reynslulausn þegar þeir hafa afplánað tíu ár af refsingu sinni.

Breivik sótti um reynslulausn síðasta sumar en ákæruvaldið hafnaði umsókninni og því verður hún tekin fyrir hjá dómstól í Skien. Málið verður tekið fyrir þann 18. janúar og er reiknað með að meðferð þess taki fjóra daga.

Meðal þeirra sem koma fyrir dóminn verður Randi Rosenqvist, sálfræðingur í fangelsinu sem Breivik er vistaður í. Hún á að gera grein fyrir hvernig andleg heilsa Breivik hefur þróast á þeim árum sem hann hefur setið í fangelsi. Hún hefur skrifað margar matsgerðir um Breivik og hefur margoft varað við að ekki hægt sé að treysta því sem hann segir en hann hefur meðal annars lýst því yfir að hann sé ekki lengur herskár og sé andsnúinn ofbeldi. En hann hefur samt sem áður margoft heilsað að sið öfgahægrimanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum